Heimildamat

Þegar búið er að finna heimildir um tilekið efni er nauðsynlegt að leggja mat á þær.

Sá sem skrifar ritgerð þarf að taka heimildum með fyrirvara, meta gildi þeirra, átta sig á stöðu þeirra og taka sjálfstæða afstöðu þegar heimildir greinir á. Þess vegna er mikilvægt að nota fleiri en eina heimild.

Í námsritgerðum vinna nemendur að mestu ef ekki öllu leiti með afleiddar heimildir/aðra heimild. Það þýðir að einhver er búin að skrifa eftir frumheimildinni.

Verður sá sem skrifar ritgerð að reyna að átta sig á því hvort höfundur heimildanna, sem maður notar í ritgerðarskrif, á heiðarlegan hátt eða hvort hann rangtúlki eitthvað, stingi undir stól staðreyndum o.s.frv.

Í mati á heimildum sem teknar eru af netinu er mikilvægt að hafa í huga hver á síðuna sem nýtt er í heimildaverkefni. Yfirleitt má treysta heimasíðum háskóla (vísindavefurinn), rannsóknarstofnanna (Árnastofnun) og opinberra stofnanna (Veðurstofan). Varast skal blogg einstaklinga því þau skrif byggjast oft á persónulegum skoðunum viðkomandi. 

Markmið heimilda

Skiptir miklu máli að átta sig á með hvaða markmiði skrifar höfundurinn heimildina. Hvort hann er að skrifa í fræðiriti, uppfræðandi grein fyrir almenning, pólitíska áróðursgrein eða semja hátíðarræðu. Einnig er mikilvægt að hafa í huga hvar heimildin birtist, hvort er um ræða virðulegt fræðirit, almennt tímarit, dagblað eða auglýsingabækling.