Heimildaskrá

Heimildaskrá er yfirlit yfir þær heimildir sem höfundur hefur nýtt sér til upplýsingaöflunar við skrif sín. Nokkur atriði skal hafa í huga þegar heimildaskrá er sett saman. 

  • Heimildum er raðað í heimildaskrá sem skal vera aftast í verkefni. 

  • Heimildum skal raðað í stafrófsröð. Ef notast er við tvær eða fleiri heimildir eftir sama höfund ræður aldur heimildanna röð þeirra í heimildaskrá. Ef sami höfundurinn hefur gefið út fleiri en eitt verk sama árið skal auðkenna verkin með bókstöfum, svo tengja megi heimildir og tilvísanir í þær. 

  • Nöfn íslenskra höfunda í heimildaskrá: fornafn og eftirnafn. 

  • Nöfn erlendra höfunda í heimildaskrá: eftirnafn, skammstöfun fornafns/-nafna

  • Alltaf skrá allan titil verka sem sett eru í heimildaskrá, ekki gleyma undirtitli. 

  • Titill bókar, greinasafna, tímarita o.s.frv. eru alltaf skáletraðir. 

  • Titlar greina á neti eru ekki skáletraðir í heimildaskrá. 

  • Muna eftir blaðsíðutali greina sem eru í heimildaskrá.