Smáforrit (app)
Skráning forrita og appa fer eftir almennum skráningarreglum. Athugið að höfundur eða rétthafi getur verið persóna eða stofnun/fyrirtæki.
Heimildaskráning: Rétthafi. (Ártal). Titill forrits/apps (nr. útgáfu) [forrit/app]. Sótt dagsetning af www.xx
Tilvísun: (Rétthafi, ártal)
Heimildaskráning: Skyscape. (2010). Skyskape Medical Resources (útgáfa 1.9.11) [app]. Sótt 8. september 2014 af http://itunes.apple.com/
Tilvísun: (Skyscape, 2010)
Munnlegar heimildir
Munnlegar heimildir geta t.d. verið tölvupóstur, viðtöl, fyrirlestur eða símtöl sem ekki er aðgengilegt öðrum en höfundi. Munnlegar heimildir eru aðeins skráðar í tilvísunum, ekki heimildaskrá, þar sem heimildin er oftast óbirt og óaðgengileg lesandanum. Gott er að fá samþykki kennara eða leiðbeinanda ef notast er við munnlegar heimildir.
Tilvísun: (Sá sem haft er eftir, á hvaða formi, dagsetning)
Tilvísun: (Smári Geirsson fræðimaður, munnleg heimild - viðtal við höfund, 13. mars 2019)