Heimildaskráning - Bækur

Í heimildaskráningu bóka  þarf að koma fram nafn höfundar (aðeins upphafsstafir fornafna erlendra höfunda), titill og undirtitill (ef hans er getið), útgáfa (2. útgáfa eða seinni útgáfur), ártal og útgefandi. Titill bókar á að vera skáletraður. Bók (enginn höfundur). Aldrei eru skráðar upplýsingar um fyrstu útgáfu bókar, aðeins seinni útgáfur t.d. 3. útgáfa.

Heimildaskráning bókar eftir íslenskan höfund: Fornafn Eftirnafn. (Ártal). Titill bókar: Undirtitill (útgáfa). Útgáfustaður: Útgefandi.

Tilvísun: (höfundur, ártal)

Heimildaskráning: Stefán Karlsson. (2009). Stjórnmálafræði: Stjórnmálastefnur, Stjórnkerfið og Alþjóðastjórnmál. (4. útgáfa). Reykjavík: IÐNÚ.

Tilvísun: (Stefán Karlsson, 2009)

Heimildaskráning bókar eftir erlendan höfund: Eftirnafn, skammstöfun fornafns/nafna. (Ártal). Titill bókar: Undirtitill. (Útgáfa). Útgáfustaður: Útgefandi.

Tilvísun: (Höfundur, ártal) Í tilvísunum í erlendan höfund skal eingöngu nota eftirnafn höfundar.

Heimildaskráning: Bandura, A. (1986). Social foundations of thought and action: A social cognitive theory. New Jersey: Prentice-Hall.

Tilvísun: (Bandura,1986)

Bók án höfundar

Þegar bækur án höfundar eru notaðar í heimildaverkefni fer titill í höfundarsæti. Ef titillinn er mjög langur má stytta hann í 3-4 orð og nota gæsalappir. 

Heimildaskráning: Titill:Undirtitill.(Útgáfa) (Ártal). Útgáfustaður: Útgefandi.

Tilvísun: (Titill, ártal)

Heimildaskráning: Samanburður á ritum Karl Marx og Adam Smith. (2019). Reykjavík:Mál og Menning. 

Tilvísun: (“Samanburður á ritum…”, 2019)

Bók eftir tvo höfunda

Sömu reglur gilda og fyrir heimildaskráningu bókar með einn höfund nema báðir höfundar koma í höfundarsæti. 

Heimildaskráning: Cherry, B. og Jacob, S. R. (2005). Contemporary nursing: Issues, trends, & management (3. útg.). St. Louis, MO: Mosby.  

Tilvísun: (Cherry og Jacob, 2005)

Bækur með 3 eða fleiri höfunda

Nöfn allra höfunda (þriggja, fjögurra eða fimm höfunda), íslenskra jafnt sem erlendra, eru talin upp í fyrsta skipti sem vísað er í heimildina. Í seinni tilvísunum skal einungis telja upp fyrsta höfundinn ásamt o.fl. þegar skrifað er á íslensku, en et al. (sem merkir og fleiri) þegar skrifað er á ensku. Ef tvær eða fleiri heimildir eru eftir sama fyrsta höfund (eða fyrstu höfunda), en ekki alla höfunda, skal í seinni tilvísunum skrá eins marga höfunda og þarf, þannig að hægt sé að greina á milli heimilda. Annars gilda sömu reglur og um aðrar heimildaskráningu bóka. 

Heimildaskráning: Kirton, C. A., Talotta, D. og Zwolski, K. (2001). Handbook of HIV/AIDS nursing. St. Louis, MO: Mosby. 

Fyrsta tilvísun: ( Kirton, Talotta og Zwolski, 2001)

Seinni tilvísanir: (Kirton o.fl.,2001)

Bækur með 6 eða fleiri höfunda

Ef sex eða sjö höfundar standa að riti þá þarf að telja alla upp í heimildaskrá, eins og í dæminu hér að ofan, en ef átta eða fleiri höfundar eiga aðild að ritinu þá skal telja upp sex fyrstu höfundana í heimildaskrá síðan eru settir þrír punktar og þá síðasti höfundur. Annars gilda sömu reglur og um aðrar heimildaskráningu bóka. 

Þegar um er að ræða sex eða fleiri höfunda þá þarf einungis að vísa til fyrsta höfundar í tilvísun inni í textanum ásamt o.fl., hvort sem um er að ræða fyrstu tilvísun eða seinni tilvísanir. 

Heimildaskráning: Jón Guðmundsson, Sigurbjörn Hannesson, Margrét Steinsdóttir, Jónína Oddsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Pétur Þórðarson, ... Árni Arnarson. (1999). Sögur og sagnir úr sýslunni okkar. Bjólfseyri: Steinsútgáfan. 

Tilvísun: (Jón Guðmundsson o.fl., 1999)

Rafbækur

Tilvísanir og heimildaskráning rafbóka sem eingöngu hafa birst sem rafrænt er mjög áþekk prentuðum bókum. Látið annað hvort doi-númer (sjá skýringu á doi-númeri í kaflanum um tímaritsgreinar) eða URL (http://...) fylgja skráningunni. 

Heimildaskrá: Nettina, S. M. (ritstj.). (2001). Lippincott manual of nursing practice. Philadelphia, PA: Williams & Wilkins. Sótt 23. ágúst 2012 af http://ovidsp.tx.ovid.com.uproxy.library.dc-uiot.ca/spa/ovidweb.cgi 

Tilvísun: (Nettina, 2001) 

Ef um er að ræða rafræna útgáfu á bók sem áður hefur birst á prenti þarf að tilgreina um hvers konar rafrænt form er að ræða (ePUB, eReader, mobi (fyrir Kindle), Adobe Digital Editions og PDF eru algengustu formin). Látið annað hvort doi-númer fylgja eða URL netbóksölunnar þar sem bókin fæst. 

Heimildaskrá: Schiraldi, G.R. (2001). The post-traumatic stress disorder sourcebook: A guide to healing, recovery, and growth [Adobe Digital Editions útg.]. doi: 10.1036/0071393722 Björn S. Stefánsson. (2011). Lýðræði með raðvali og sjóðvali [ePub útg.]. Lýðræðissetrið. Sótt 28. maí 2013 af http://www.emma.is/

Tilvísun: (Schiraldi, 2001)

Þýddar bækur

Heimildaskráning: Höfundur. (ártal). Titill. (Þýðandi). Útgáfustaður: Útgefandi. (Upphafleg útgáfa). 

Tilvísun: (Höfundur, útgáfuár/þýdd útgáfa)

Heimildaskrá: Armstrong, T. (2001). Fjölgreindir í skólastofunni (Erla Kristjánsdóttir þýddi og staðfærði). Reykjavík: JPV. (Upphaflega gefið út 1994).

Tilvísun: (Armstrong, 1994/2001)

Ritstýrðar bækur

Með ritstýrðri bók er átt við bók sem hefur ekki eiginlegan höfund heldur ritstjóra. Gilda sömu reglur og um heimildaskráningu annarra bók nema að tekið er fram að um ritstjóra sé að ræða. (ritstj.)

Heimildaskráning: Nafn ritstjóra (ritstj.). (Ártal). Titill. Útgáfustaður: Útgefandi

Tilvísun: (Ritstjóri, ártal)

Heimildaskráning: Raine, A. (ritstj.). (2006). Crime and schizophrenia: Causes and cures. New York, NY: Nova Science.

Tilvísun: (Raine, 2006)

Kafli í ritstýrðri bók

Þegar vísað er í kafla í ritstýrðri bók eru höfundar bókarkaflans skráðir sem höfundar, bæði í tilvísun inni í texta, sem og í heimildaskrá.

Heimildaskráning: Höfundur/-ar kafla. (Ártal). Titill kafla. Í nafn ritstjóra (ritstj.), Titill Bókar (blaðsíður kaflans). Útgáfustaður: Útgefandi.

Tilvísun: (Höfundur/-ar kafla, ártal)

Heimildaskráning: Gunnar Páll Baldvinsson. (2008). Friðargæsla herlausrar þjóðar. Í Valur Ingimundarson (ritstj.), Uppbrot hugmyndakerfis: endurmótun íslenskrar utanríkisstefnu 1991-2007 (137-175). Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. 

Tilvísun: (Gunnar Páll Baldvinsson, 2008)

Bindi úr ritröð

Með ritröð er átt við margar bækur sem koma út undir sama titli (oft sama yfirtitli, en mismunandi undirtitlum), þ.e. röð bóka = ritröð og þá er viðfangsefninu skipt í nokkrar bækur eða bindi.

Heimildaskráning: Höfundur/-ar. (Ártal). Titill. Í nafn ritstjóra ritraðar (ritstj.), Heiti ritraðar (x bindi). Útgáfustaður: Útgefandi. 

Tilvísun: (Höfundur/-ar, ártal)

Ari Trausti Guðmundsson og Flosi Ólafsson. (2003). Steinuð hús: Varðveisla, viðgerðir, endurbætur og nýsteining. Í Ari Trausti Guðmundsson (ritstj.), Ritröð Húsafriðunarnefndar ríkisins (6. bindi). Garðabær: Húsafriðunarnefnd ríkisins. 

Tilvísun: (Ari Trausti Guðmundsson og Flosi Ólafsson, 2003)