Skjöl og skýrslur stofnanna og fyrirtækja
Skjöl úr opinberri stjórnsýslu s.s. skýrslur, ritraðir, rit og tímarit ráðuneyta, sveitarstjórna eða opinberra stofnana og fyrirtækja, geta verið merkt höfundi (eins og í dæminu hér á eftir), eða geta verið merkt deild, nefnd eða stofnuninni sjálfri ef höfund vantar. Ef skýrslan er tekin af netinu skal taka það fram. (Sjá dæmi)
Heimildaskráning: Höfundur. (ártal). Titill. Útgáfustaður: Útgefandi
Tilvísun: (Höfundur, ártal)
Heimildaskráning: Gunnar Hlöðversson. (1993). Áhrif þorskveiða í Barentshafi á samskipti Norðmanna og Íslendinga. Reykjavík: Félagsmálaráðuneytið
Tilvísun: (Gunnar Hlöðversson, 1993)
Stofnun í höfundarsæti.
Menntamálaráðuneytið. (2018). Grunnar að stefnu um náms- og starfsráðgjöf á Íslandi: skýrsla starfshóp um stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf. Reykjavík: Stjórnarráðið. Sótt 14. maí 2019 af vef Menntamálaráðuneytis https://www.stjornarradid.is/gogn/rit-og-skyrslur/stakt-rit/2015/10/07/Grunnur-ad-stefnu-um-nams-og-starfsradgjof-a-Islandi-skyrsla-starfshops-um-stefnumotun-i-nams-og-starfsradgjof/
Tilvísun: (Menntamálaráðuneytið, 2018)
Lög og reglugerðir
Í heimildaskráningu laga skal titill laga, númer og setningarár koma fram. Sama gildir um tilvísun.
Heimildaskráning: Titill nr. xx/setningarar
Tilvísun: (Titill nr. xx/setningarár)
Heimildaskráning: Lög um útivistartíma unglinga nr. 456/2009
Tilvísun: (Lög um útivistartíma unglinga nr. 456/2009)
Dómar
Þegar dómar eru notaðir sem heimildir skal vísa til dómsstigs, númer máls, dagsetningu dóms og hver höfðaði mál gegn hverjum. Málsaðilar eru skáletraðir í heimildaskrá.
Heimildaskráning. Dómstig dagsetning í máli nr. xx/ártal. xxxx g. xxxxx
Tilvísun: (Dómstig dagsetning í máli nr. xxx)
Heimildaskráning: Héraðsdómur Austurlands 23. ágúst 2019 í máli nr. 345/2019. Kattareigendur g. Meindýraeyði Egilsstaða.
Tilvísun: (Héraðsdómur Austurlands 23. ágúst 2019 í máli nr. 235/2019)