Heimildaskráning - Dómar, lög og skýrslur

Skjöl og skýrslur stofnanna og fyrirtækja

Skjöl úr opinberri stjórnsýslu s.s. skýrslur, ritraðir, rit og tímarit ráðuneyta, sveitarstjórna eða opinberra stofnana og fyrirtækja, geta verið merkt höfundi (eins og í dæminu hér á eftir), eða geta verið merkt deild, nefnd eða stofnuninni sjálfri ef höfund vantar. Ef skýrslan er tekin af netinu skal taka það fram. (Sjá dæmi)

Heimildaskráning: Höfundur. (ártal). Titill. Útgáfustaður: Útgefandi

Tilvísun: (Höfundur, ártal)

Heimildaskráning: Gunnar Hlöðversson. (1993). Áhrif þorskveiða í Barentshafi á samskipti Norðmanna og Íslendinga. Reykjavík: Félagsmálaráðuneytið

Tilvísun: (Gunnar Hlöðversson, 1993)

Stofnun í höfundarsæti.

Menntamálaráðuneytið. (2018). Grunnar að stefnu um náms- og starfsráðgjöf á Íslandi: skýrsla starfshóp um stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf. Reykjavík: Stjórnarráðið. Sótt 14. maí 2019 af vef Menntamálaráðuneytis https://www.stjornarradid.is/gogn/rit-og-skyrslur/stakt-rit/2015/10/07/Grunnur-ad-stefnu-um-nams-og-starfsradgjof-a-Islandi-skyrsla-starfshops-um-stefnumotun-i-nams-og-starfsradgjof/

Tilvísun: (Menntamálaráðuneytið, 2018)

Lög og reglugerðir

Í heimildaskráningu laga skal titill laga, númer og setningarár koma fram. Sama gildir um tilvísun. 

Heimildaskráning: Titill nr. xx/setningarar

Tilvísun: (Titill nr. xx/setningarár)

Heimildaskráning: Lög um útivistartíma unglinga nr. 456/2009

Tilvísun: (Lög um útivistartíma unglinga nr. 456/2009)

Dómar

Þegar dómar eru notaðir sem heimildir skal vísa til dómsstigs, númer máls, dagsetningu dóms og hver höfðaði mál gegn hverjum. Málsaðilar eru skáletraðir í heimildaskrá. 

Heimildaskráning. Dómstig dagsetning í máli nr. xx/ártal. xxxx g. xxxxx

Tilvísun: (Dómstig dagsetning í máli nr. xxx)

Heimildaskráning: Héraðsdómur Austurlands 23. ágúst 2019 í máli nr. 345/2019. Kattareigendur g. Meindýraeyði Egilsstaða

Tilvísun: (Héraðsdómur Austurlands 23. ágúst 2019 í máli nr. 235/2019)