Ef grein af netinu er ekki dagsett er sett skammstöfunin e.d. (engin dagsetning) í tilvísun og heimildaskrá. Við verkefnavinnu skal varast greinar á neti sem eru birtar án höfundar og dagsetningar. Ekki skal notast við vefsíðuna Wikipedia í heimildavinnu, því ekki er öruggt hver skrifar upplýsingarnar á þeirri síðu þar sem allir með nettengingu geta breytt innihaldi þess sem finnst á Wikipedia.
Vefsíður
Höfundar getið
Heimildaskráning: Nafn höfundar. (ártal, dagur. mánuður). Titill greinar eða undirsíðu. Vefsíða. Sótt dagsetning af www.xx
Tilvísun: (Höfundur, ártal)
Heimildaskráning: Emelía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2004, 31. mars). Hvenær var körfuboltinn fundinn upp? Vísindavefurinn. Sótt 23. apríl 2018 af http://visindavefur.is/svar.php?id=4115
Tilvísun: (Emelía Dagný Sveinbjörnsdóttir, 2004)
Ef höfundar er ekki getið fer nafn stofnunar í höfundarsæti, ef hvorki höfundur né stofnun er til staðar er titill settur í höfundarsæti
Stofnun í höfundarsæti
Heimildaskráning: Stofnun. (ártal, dagur. Mánuður). Vefsíða. Sótt dagsetning af www.xx
Tilvísun: (Stofnun, ártal)
Heimildaskráning: Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (e.d.). Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Sótt 31.8.2014 af http://www.menntamalaraduneyti.is/
Tilvísun: (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, e.d.)
Heimildaskráning: Titill. (ártal, dagur. Mánuður). Vefsíða. Sótt dagsetning af www.xx
Titill í höfundarsæti
Tilvísun: (Titill, ártal)
Heimildaskráning: Námsframboð á haustönn 2019. (2019, 11.mars). Verkmenntaskóli Austurlands. Sótt 22. mars 2109 af https://www.va.is/is/skolatorg/frettir/namsframbod-a-haustonn-2019
Tilvísun: (,,Námsframboð”, 2019)
Blogg, Facebook, Instragram, Twitter og aðrir samfélagsmiðlar
Til eru vefsíður sem einstaklingar halda úti og skrifa um málefni líðandi stundar. Þessar síður hafa í daglegu tali verið nefndar Blogg. Einnig færist í aukanna að fólk skrifi pistla á Facebook og aðra samfélagsmiðla. Ef skrifin eru löng er má stytta þau í titilsæti heimildarskráningar.
Heimildaskráning: Nafn höfundar. (ártal, dagur. mánuður). Titill færslu [bloggfærsla eða ummæli/skrif á miðli]. Sótt dagsetning af www.xx
Tilvísun: (Höfundur, ártal)
Heimildaskráning: Jón Jónsson. (2018, 1. arpíl). Ég er orðinn hundleiður á aprílgöbbum... [Skrif á Facebook]. Sótt 3. apríl 2018 af www.xx
Tilvísun: (Jón Jónsson, 2018)