Heimildaskráning - Lokaritgerðir

Nemendur á framhaldsskólastigi nýta sér oft lokaritgerðir háskólanema sem heimildir í verkefnum. Þegar lokaritgerðir eru nýttar í heimildavinnu gilda sömu reglur og um bækur nema taka skal fram í hvernig ritgerð er vitnað og hvaðan hún er sótt ef ritgerðin er á netinu. 

Heimildaskráning: Höfundur. (Ártal). Titill lokaritgerðar. (Gerð ritgerðar - BA, BSc, MA, MSc o.s.frv.). Nafn háskóla, deild. Sótt dagsetning af www.xxxxxxx

Tilvísun: (Höfundur, ártal)

Heimildaskráning: Jón Sigfússon. (2016). Áhrif vegasjoppunnar á lagningu nýrra vega. (BA ritgerð). Háskóli Íslands, Hugvísindadeild. Sótt 23. apríl 2018 af www.xxxxx

Tilvísun: (Jón Sigfússon, 2016)