Námsmatssýning

Í lok hverrar annar birtir skólinn nemendum einkunir sínar. Á birtingardegi eiga nemendur þess kost að skoða námsmat sitt í viðurvist kennara. Kennurum er óheimilt að gefa nemendum upp lokaeinkunn fyrir áætlaðan birtingardag.

Ef fram kemur skekkja í mati eða einkunnagjöf skal slíkt leiðrétt. Ef nemandi telur einkunnagjöf kennara ósanngjarna og upp kemur ágreiningur er málinu vísað til skólameistara sem hlutast þá til um, að hlutlaus prófdómari meti úrlausn nemandans. Úrskurður prófdómara skal gilda.