Tölvubúnaður skólans er einungis ætlaður til náms, kennslu og annars sem samræmist markmiðum VA. Kerfisstjóri hefur yfirumsjón
með öllum tölvubúnaði skólans.
Að öðru leyti er vísað til reglna FS-netins. Notendur kerfisins skulu að kynna sér þessar reglur þar sem þeir eru ábyrgir samkvæmt
þeim.
Brot á þessum reglum geta leitt til lokunar á aðgangi að tölvukerfi skólans og - sé um alvarlegt eða endurtekið brot
að ræða - brottvísunar úr skóla.
Notendur skulu kynna sér þessar reglur vel:
- Tölvustofan er ætluð þeim nemendum skólans sem vilja vinna að verkefnum tengdum námi þeirra í skólanum og hafa þeir forgang að
tölvuverinu.
- Tölvustofan er opin frá kl. 08:00 til 17:00 mánudag til fimmtudags og föstudaga frá 08:00 til 16:00. Stofan er lokuð á meðan kennsla stendur yfir
í henni. Nemendur eru beðnir að fara tímanlega út úr stofunni áður en kennsla hefst.
- VA áskilur sér rétt til að fara yfir, skoða og eyða gögnum og hugbúnaði á gagnasvæðum nemenda til að tryggja að reglum um
notkun búnaðarins sé fylgt.
- Forðast skal að hafa gagnaflutninga inn á netkerfi skólans svo umfangsmikla að þeir valdi óþarfa álagi.
- Ganga skal snyrtilega um og taka til áður en tölvustofan er yfirgefin.
- Í tölvustofunni á að vera friður og næði til vinnu.
Óleyfilegt er:
- að lána öðrum aðgangsorð sitt að neti skólans.
- að nota aðgang að tölvukerfi skólans til að komast ólöglega inn á net eða tölvur í eigu annarra.
- að sækja, senda, geyma eða nota forrit á netkerfið sem ætluð eru til innbrota eða annarra skemmdarverka.
- að breyta vinnuumhverfi á tölvum þannig að það hafi áhrif á umhverfi og notkunarmöguleika annarra notenda.
- að breyta, afrita eða fjarlægja vélbúnað, hugbúnað eða gögn sem eru í eigu VA eða annarra án leyfis viðkomandi
eiganda.
- að setja inn hugbúnað á tölvur skólans án samþykkis kerfisstjóra.
- að senda, sækja eða geyma efni sem er ólöglegt eða bersýnilega grefur undan almannaheill (klám, kynþátta-, hryðjuverka- og
ofbeldisáróður, o.þ.h.)
- að dreifa persónulegum pósti frá öðrum án samþykkis viðkomandi.
- að senda keðjubréf.
- að hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp í gegnum Veraldarvefinn, nema það sé lagt fyrir sem námsefni af kennara.
- að neyta matar og drykkjar í tölvustofu.
Brot á þessum reglum geta leitt til lokunar á aðgangi að tölvum og netpósti. Sé um alvarleg eða endurtekin brot að ræða,
brottvísunar úr skólanum.