Áfangamat

Á hverri önn er framkvæmt áfangamat sem veitir kennurum niðurstöður um stöðu sína og gefur nemendum tækifæri til að láta í ljós skoðunu sína á kennurum og kennslu í einstaka áföngum í skólanum. Er tilgangurinn matsins að kanna hvernig hafi tekist til með það að markmiði að bæta það sem betur mætti fara.

Áfangamatið var framan af framkvæmt í gegnum SurveyMonkey en frá haustönn 2018 notast við Innu við framkvæmdina. Framkvæmd áfangamats er í höndum gæðastjóra. Niðurstöður áfangamats eru kynntar kennurum og skólameistara að áfangamati loknu og ræðir skólameistari niðurstöður við kennara eftir því sem tilefni er til. Einnig fer gæðaráð yfir heildar­niðurstöður áfangamats hverrar annar og þær kynntar á starfsmannafundi í annarlok.

Samkvæmt verklagsreglu varðandi áfangamat þá skal hver áfangi metinn að jafnaði á 18 – 24 mánaða fresti. Því getur þurft samanlagt fjórar annir til að fá meðaltal fyrir alla kennda áfanga í VA. Með notkun Innu við framkvæmd matsins frá hausti 2018 hafa þó allir áfangar farið mat á hverri önn. 

Eitt þeirra gæðamarkmiða sem sett hefur verið í VA er mælt í áfangamatinu og er það svohljóðandi:

  • Að nemendur séu ánægðir með kennslu og aðstöðu til náms í skólanum.

Mælikvarðarnir gagnvart þessu markmiði eru tveir:

  • Á heildina litið er ég ánægð(ur) með kennsluna í áfanganum.
  • Aðstaða til náms og kennslubúnaður (t.d. kennslustofa, tæki og tól) í áfanganum er viðunandi.

Markmiðið er að 80% nemenda taki afstöðuna frekar sammála eða mjög sammála gagnvart þessum fullyrðingum.

Tvær útgáfur af áfangamati eru lagðar fyrir; áfangamat fyrir áfanga í dagskóla og áfangamat fyrir fjarnáms- og dreifnámsáfanga. 

Áfangamatsskýrslur