Starfsbraut(STB) – 240 einingar
Markmið starfsbrautar er að nemendur kynnist námi og starfi við hæfi og fái tækifæri til að auka við þekkingu sína og færni sem stuðlar að auknu sjálfstæði þeirra og auðveldar þeim að takast á við atvinnu og viðfangsefni daglegs lífs í nútíma samfélagi. Starfsbraut er fyrir nemendur sem hafa verið í námsverum eða í sérdeildum grunnskóla og/eða haft aðlagað námsefni. Nemendur þurfa einnig að hafa viðurkennd greiningargögn til að komast inn á brautina. Unnið er út frá styrkleikum hvers og eins og áhersla er á að efla sjálfsmynd nemenda. Að námi loknu eiga nemendur að hafa fengið almennan undirbúning fyrir lífið og í grunnþáttum menntunar. Þeir eiga einnig að hafa kynnst og/eða öðlast starfsreynslu á vinnumarkaði. Námið er á fyrsta þrepi, þ.e. almenn og hagnýt þekking sem miðast við stöðu hvers og eins. Ekkert er því til fyrirstöðu að nemendur geti tekið áfanga á öðrum námsþrepum og námsbrautum. Nám á starfsbraut er fjögur ár óháð fjölda tíma sem nemendur geta verið í skólanum og óháð einingum sem þeir ljúka á námstímanum. Leitast verður við að hafa námið sem fjölbreyttast og þverfaglegt innan brautar og í samstarfi við aðrar brautir.
Frjálst val – 54 einingar