Við Verkmenntaskóla Austurlands (VA) er starfrækt listaakademía. Listaakademían er ætluð nemendum sem vilja kynnast list á sem fjölbreyttasta máta, þó með aðaláherslu á leiklist. Unnið verður m.a. með framsögn, framkomu, tjáningu, listsköpun og samvinnu og tónlist. Námið fer fram að hluta til utan hefðbundins skólatíma.
Nemendur sem skrá sig í listaakademíu VA:
- Vinna í sameiningu að því að setja upp leiksýningu á vorönn.
- Vinna að ýmsum misstórum verkefnum innan og utan skólans.
- Taka 3 einingar á haustönn og 5 einingar á vorönn.
- Áfangar á haustönn
- Áfangar á vorönn
- Nýta einingarnar í bundið val eða frjálst val.
Nemendur skrá sig í listaakademíuna á valdögum eða við innritun.
Gerðar eru ákveðnar kröfur til nemenda
- Nemendur þurfa að vera tilbúnir til að stunda nám að hluta til utan hefðbundins skólatíma.
- Nemendur þurfa að geta unnið í nánu samstarfi við aðra.
- Nemendur þurfa að geta mætt fjölbreyttum viðfangsefnum með opnum huga.