Hársnyrtibraut er 240 einingar og eru námslok á 3. Hæfniþrepi. Námstíminn er 6 annir í skóla og eitt ár í starfsþjálfun á vinnustað sem fer fram utan skólatíma.
Markmið námsins er að ná færni til að veita alhliða þjónustu á fjölbreyttum starfsvettvangi greinarinnar og hafa hæfni til að bregðast við tískusveiflum á markaðnum. Hársnyrtar vinna í mikilli nálægð við viðskiptavini sína og því er mikilvægt að efla samskiptafærni og getu til þess að öðlast skilning á þörfum viðskiptavina af ólíkum toga. Lögð er áhersla á gæðavitund, þjónustulund og siðfræði fagsins í víðum skilningi. Leitast er við að efla sjálfstæð vinnubrögð nemenda og auka getu þeirra til samvinnu við aðra.
Nánari brautarlýsing
Verkmenntaksóli Austurlands kennir grunnbraut hársnyrti (3 annir) og fjórðu önnina á hársnyrtibraut.
Uppfært 7.10.2024