Á opinni stúdentsbraut er lögð áhersla á gott almennt nám og þekkingu. Nemendur taka 105 eininga kjarna. Þeir velja síðan 95 einingar úr öllu námsframboði skólans. Þær einingar geta verið í bóklegum, verklegum og eða listgreinaáföngum. Opinni braut er ætlað að veita nemendum menntun sem þeir geta sniðið eftir markmiðum sínum og veitir aðgang að því háskólanámi sem þeir stefna á. Nemendur þurfa að skipuleggja nám sitt skv. aðgangsviðmiðum námsleiða sem háskólastigið hefur gefið út.
Námsbrautin skiptist í kjarna og frjálst val. Kjarninn samanstendur af áföngum sem nemendur á öllum stúdentsbrautum taka .
Gæta þarf að því að kröfum um fjölda eininga á hæfniþrepi sé fullnægt.
- Einingar á fyrsta hæfniþrepi mega vera að hámarki 33%.
- Einingar á öðru hæfniþrepi mega vera að hámarki 50%.
- Einingar á þriðja hæfniþrepi þurfa að vera að lágmarki 17%.
Nánari brautarlýsing
Kjarni
Frjálst val: Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Nemendur velja 95 einingar úr öllu námsframboði skólans. Þær einingar geta verið í bóklegum, verklegum og eða listgreinaáföngum. Við val á áföngum þarf nemandi að hafa í huga samsetningu áfanga hvað þrepaskiptingu varðar til að uppfylla skilyrði aðalnámskrár. Bent er á að við skipulagningu náms á opinni stúdentsbraut er æskilegt að nemendur hafi samráð við náms- og starfsráðgjafa og skipuleggi nám sitt í samræmi við frekari námsáætlanir með aðstoð þeirra.