Námi á náttúruvísindabraut er ætlað að veita nemendum góða og almenna undirstöðuþekkingu í kjarnagreinum og náttúruvísindum. Áhersla er lögð á stærðfræði og sérgreinar brautarinnar s.s. líffræði, jarðfræði, efnafræði og eðlisfræði. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og hún er góður undirbúningur fyrir frekara nám á háskólastigi í tæknigreinum, náttúruvísindum, stærðfræði og heilbrigðisvísindum.
Nám á náttúruvísindabraut er fyrst og fremst bóklegt nám. Námsbrautin skiptist í kjarna, brautarkjarna, bundið val og frjálst val. Kjarninn samanstendur af áföngum sem nemendur á öllum stúdentsbrautum taka en brautarkjarninn og bundið val er einkennandi fyrir félagsvísindabraut.
Gæta þarf að því að kröfum um fjölda eininga á hæfniþrepi sé fullnægt:
• Einingar á fyrsta hæfniþrepi mega vera að hámarki 33%
• Einingar á öðru hæfniþrepi mega vera að hámarki 50%
• Einingar á þriðja hæfniþrepi þurfa að vera að lágmarki 17%
Nánari brautarlýsing
Kjarni
Brautarkjarni
Bundið áfangaval
Frjálst val: Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Í frjálsu vali eru 20 einingar. Við val á áföngum þarf nemandi að hafa í huga samsetningu áfanga hvað þrepaskiptingu varðar til að uppfylla skilyrði aðalnámskrár.