Raunfærnimat

Nemendur sem eru 25 ára og eldri og hafa starfað í ákveðinni iðngrein í 5 ár eða lengur geta sóst eftir því að fara í raunfærnimat hjá Iðunni fræðslusetri.

Raunfærnimat er ætlað að meta þá færni og þekkingu sem viðkomandi hefur öðlast í starfi og frítíma. Það getur mögulega stytt skólagöngu nemenda.

Nemendur sem farið hafa í gegnum raunfærnimat hafa tækifæri til að ljúka sínu námi við Verkmenntaskóla Austurlands í eftirtöldum iðngreinum:

  • Húsasmíði
  • Rafvirkjun
  • Vélvirkjun