Í Verkmenntaskóla Austurlands skal námsmat vera fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum.
Í upphafi annar fá nemendur kennsluáætlanir afhentar og þar kemur fram hvernig námsmati er háttað í áfanganum. Námsmat getur verið mismunandi á milli áfanga.
Námsmatið á að taka til allra þátta námsins þannig að þekking nemandans, leikni og hæfni auk framfara sé metin. Lokanámsmat áfanga getur t.d. byggt á lokaprófi, mætingu, ástundun, verkefnaskilum, skyndiprófum, ritgerðum, sjálfs- og jafningjamati.
Áfangar flokkast á eftirfarandi hátt eftir fyrirkomulagi námsmats:
- Lokaprófsáfangi – þar sem vægi lokaprófs er 30% - 60% - sjá nánar hér
- Símatsáfangi – þar sem námsmatsþættir annarinnar gilda samanlagt 100% af námsmati - sjá nánar hér
- Lokaverkefnisáfangi – þar sem nemendur vinna að heildstæðu lokaverkefni sem gildir 100% af einkunn í áfanganum - sjá nánar hér
Uppfært 8. júní 2021