Mötuneyti

Í heimavistinni er rekið mötuneyti í glæsilegum matsal fyrir vistarbúa. Í september verður tekið í notkun nýtt mötuneyti í bóknámshúsi skólans. Þar verður boðið upp á hádegisverð ásamt ýmsum öðrum veitingum.

Vistarbúar eru sjálfkrafa skráðir í fimm daga fæði: morgunmat, hádegismat og kvöldmat (ath. ekki er kvöldmatur á föstudögum).

Gjaldskrá heimavistar og mötuneytis

Mötuneyti 2024 - 2025*

 
Stakar máltíðir í hádegi 1.650.-
10 miða kort í hádegisverð - stakar máltíðir 15.200.-
   
Heimavistarnemar (hádegis- og kvöldmatur) 241.000.-
- Hægt að greiða í fjórum jöfnum greiðslum  
Heimavistarnemar (morgunmatur)* 37.000.-
Ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi mötuneyti má finna hér.  
   

* Mötuneytisverð er endurskoðað fyrir hvert skólaár með tilliti til vísitölubreytinga. Endurskoðun fyrir skólaárið 2024 - 2025 fór fram 12.08.2024.
* Morgunmatur fyrir heimavistanema er sér og rukkaður af VA.

 

Heimavist 2024 - 2025

 
Leiga* pr. einstakling í tveggja manna herbergi - verð pr. mánuð: 20.000.-
Leiga* pr. einstakling í eins manns herbergi - verð pr. mánuð: 28.000.-
Tryggingargjald - verð fyrir skólaárið (endurgreitt ef við á í lok annar/árs) 10.000.-
* Ath. rukkuð er leiga fyrir 4 mánuði á önn  

 

 

Sýnidæmi um kostnað við dvöl á heimavist eina önn

 
Leiguverð pr. einstakling á önn í 2ja manna herbergi 80.000
Innifalið: Net og þvottahús  
Mötuneyti 262.000
Tryggingargjald 10.000
Kostnaður samtals
352.000
   
Endurgreiðslur, styrkir, stuðningur  
Jöfnunarstyrkur* 195.000
Tryggingargjald (endurgreitt sé herbergi skilað hreinu og allt heilt) 10.000
Húsnæðisstuðningur** (hér m.v. 50% af húsaleigu) 40.000
   
Endurgreiðsla samtals
245.000

Samtals nettó greiðsla á einni önn:

107.000

   

Húsnæðisstuðningur**

  • Foreldrar nemenda á aldrinum 15 - 17 ára geta sótt um sérstakan húsnæðisstuðning til síns sveitarfélags vegna búsetu á heimavist. Stuðningurinn er óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og nemur allt að 75% af leigufjárhæð.
    • Fjarðabyggð (50% af leigufjárhæð, greitt eftir á)
    • Fljótsdalshérað (stuðningur skal ekki fara yfir 50% af húsnæðiskostnaði vegna leigunnar)
    • Varðandi önnur sveitarfélög er viðkomandi bent á að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins og fá upplýsingar um hlutfall
  • Nemendur sem eru 18 ára og eldri geta sótt um húsnæðisbætur - sjá hér
 

 

Jöfnunarstyrkur* frá Menntasjóði námsmanna

Jöfnunarstyrkur (áður dreifbýlisstyrkur) er námsstyrkur fyrir nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili og fjölskyldu.

Á námsárinu 2023 - 2024 var upphæð dvalarstyrks 195.000 kr. og akstursstyrks 115.000 kr. á önn.

Styrkirnir eru greiddir út eftir hverja önn í janúar og júní þegar skólarnir hafa staðfest námsárangur annarinnar.
Styrkurinn er greiddur inn á bankareikning námsmanns sem verður að vera á hans nafni.

Fjarnám er ekki styrkhæft. Dreifnám er aðeins styrkhæft ef nemendur þurfa að koma í skólann a.m.k. 50% af dagafjölda nemenda sem stunda dagsskóla. Athugið að stunda þarf a.m.k. 20 eininga nám frá upphafi til loka annar til að geta fengið jöfnunarstyrk.

Hér má lesa nánar um jöfnunarstyrk.

Gjalddagar og breytingar á áskrift

Hægt er að greiða allt í einni greiðslu eða skipta önninni niður í 4 jafnar greiðslur.

Breytingar á áskrift:

    • Ef nemandi flytur af heimavist þarf hann að segja upp mataráskrift í tölvupósti til hildibrand@hildibrand.com með að lágmarki tveggja vikna fyrirvara fyrir næsta gjalddaga á eftir.