Tæknidagur fjölskyldunnar hefur verið haldinn frá árinu 2013 í samstarfi Verkmenntaskólans og Austurbrúar. Árið 2020 kom Matís inn í stýrihóp dagsins.
Tæknidagurinn verður haldinn næst laugardaginn 5. apríl 2025. Fylgist með!
Markmiðið með þessum degi er að vekja áhuga almennings á fjölbreyttum og spennandi viðfangsefnum tækni, verkmennta og vísinda og örva sköpunargleði. Einnig að vekja athygli barna- og ungmenna á fjölbreyttum náms- og starfsmöguleikum á þessum sviðum.
Á deginum er allur skólinn opinn og ýmislegt í gangi frá nemendum- og kennurum, sérstaklega í verk-, tækni- og náttúrufræðinámi. Einnig hafa stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar sem starfa í iðn- og tæknigeiranum og/eða nýta áhugaverða tækni í starfsemi sinni tekið virkan þátt í deginum. Fljótlega fór dagskráin að sprengja utan af sér og var íþróttahúsið einnig lagt undir dagskránna ásamt bílaplaninu á milli húsanna. Í gegnum tíðina hefur verið hægt að sjá kynningar á ýmsum tæknibúnaði, vísindatilraunir, krufningar og margt fleira enda spanna hugtökin tækni, verkmenntir og vísindi ansi vítt svið.