Bókasafn

Í skólanum er bókasafn sem jafnfram er lesstofa og þar eru sæti fyrir 22 nemendur. Bókasafnið er tölvuskráð í Gegni, sameiginlegu bókasafnskerfi allra landsmanna. Útlánstími bóka er einn mánuður, handbækur og tímarit eru ekki til útlána. Bókasafnið er góðum bókakosti búið og er þar að finna bæði fræðirit og bækur almenns efnis. Bókasafnið er opið á þeim tíma sem skólinn er opinn og kennsla fer fram.

  • Bókasafnið er 74 fermetrar að stærð.
  • Bókasafn VA er jafnframt lesstofa skólans og eru sæti fyrir 20 nemendur.
  • Bókakostur safnins er rúml. 6.000 eint.
  • Bókasafnið er tölvutengt við bókasafnskerfið GEGNI, sem þýðir að útlán fara fram í gegnum tölvu (leiðbeiningar eru við útlánstölvuna).
  • Bækur sem merktar eru með rauðum punkti (handbækur),  má ekki taka af safninu.
  • Leitartölva er á safninu og hana skal nota til að finna bækur og greinar í blöðum.
  • Þegar bók er skilað á að setja hana í körfu á borðinu hjá útlánstölvunni.

Hlutverk bókasafns

Allir nemendur eiga rétt á faglegri bókasafns- og upplýsingaþjónustu á bókasafni skóla, endurgjaldslaust. Þeir skulu hafa jafnan aðgang að upplýsingum án tillits til félagslegrar stöðu eða uppruna. Safn skal búið bókum, tímaritum, myndefni og öðrum safnkosti, sem tengist skólastarfi. Jafnframt skal veita aðgang að rafrænum gögnum innan skóla og á netinu. Starfsmönnum bókasafns er ætlað að veita nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum virka upplýsingaþjónustu og stuðla þannig að upplýsingatækni og samþættingu sjálfstæðrar þekkingarleitar og kennslugreina. Lesaðstaða, vinnuaðstaða og aðgangur að tölvu skal vera í tengslum við safnið.

Leitir.isLEITIR.IS -  upplýsingar um bækur, hljóðbækur, rafbækur, tímarit, tímaritsgreinar, ljósmyndir, myndefni, tónlist, hljóðrit, nótur, skýrslur og lokaverkefni háskólanema.
Merki fyrir Gegnir.isGEGNIR.IS - samskrá íslenskra bókasafna
Merki fyrir Hvar.isHVAR.IS - landsaðgangur að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum
Merki fyrir Timarit.isTÍMARIT.IS - veitir aðgang að milljónum myndaðra blaðsíðna á stafrænu formi af þeim prentaða menningararfi sem varðveittur er í blöðum og tímaritum frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi