Húsasmíði (HÚS) – 224 einingar
Húsasmiður er lögverndað starfsheiti og húsasmíði er löggild iðngrein. Markmið námsins er að gera nemendum kleift að takast á við þau viðfangsefni sem húsasmiðir inna af hendi, þ.e. nýsmíði og viðhald mannvirkja, bæði stór og smá. Námið samanstendur af bóklegu námi í skóla og verklegu námi á vinnustöðum. Nám sem fer fram á vinnustað er samtvinnað bóklega náminu út námstímann og hefur að markmiði að þjálfa nemendur í vinnuferlum, auka vinnufærni þeirra á atvinnumarkaði, þjálfa samvinnu á vinnustað og auka getu nemenda til þess að takast á við raunverulegar aðstæður úti í atvinnufyrirtækjum. Námið tekur fjögur ár að jafnaði sem skiptast í 5 annir í skóla og 48 vikna starfsþjálfun á vinnustað. Við lok húsamíðanámsins staðfesta nemendur kunnáttu sína og færni í sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.
Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina sem er einnar annar nám og er í boði í VA á haustönnum.
Nánari brautarlýsing
Bundið áfangaval - nemendur velja 5 f-einingar
Skipulag eftir önnum