Loftslagsstefna

Tilgangur

Verkmenntaskóli Austurlands (VA) er Grænfánaskóli frá haustinu 2018 og ætlar sér að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum með því að halda losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sinni í lágmarki. VA leitast við að minnka losun og þau áhrif sem losunin hefur í för með sér. VA stefnir á að hafa umhverfisáhrif og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi í ákvarðanatöku og allri daglegri starfsemi.

Umfang og gildissvið

Það skiptir VA miklu máli að hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi í allri starfsemi sinni og að leggja þannig sitt af mörkum til betra umhverfis og samfélags nú og til framtíðar.

Stefnan nær til allrar starfsemi og bygginga VA.

Markmið

VA mun fyrst og fremst leggja áherslu á að draga úr losun í rekstri en einnig kolefnisjafna alla eftirstandandi losun með kaupum á vottuðum kolefniseiningum frá og með árinu 2021.

VA gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart umhverfinu og leggur áherslu á að:

Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um samtals 30% til ársins 2030 miðað við árið 2020.

Uppfylla skilyrði allra 5 skrefa grænna skrefa fyrir árslok 2022.

Innkaup stofnunarinnar verði byggð á stefnu ríkisins um vistvæn innkaup. Umhverfismerktar vörur og þjónusta verða valin umfram aðrar.

Að halda úti viðvarandi fræðslu starfsfólks um umhverfismál.

Starfsfólk verði hvatt til þess að tileinka sér vistvænan lífsstíl og notkunar á vistvænum samgöngumátum.

Haldið verði utan um notkunina í grænu bókhaldi stofnunarinnar sem birt er á heimasíðu grænna skrefa.

Við berum umhyggju fyrir umhverfinu, vinnum markvisst að því að gera starfsemi okkar umhverfisvænni með reglulegri rýni svo sem á grænu bókhaldi. Þar að auki mun VA eftir sem áður kappkosta við að framfylgja markmiðum hins opinbera í umhverfismálum.

Ábyrgð

Skólameistari ber ábyrgð á að loftslagsstefnunni sé framfylgt.

Starfshópur grænna skrefa ber ábyrgð á að umhverfisstarf VA sé rýnt.

Fjármálastjóri ber ábyrgð á að grænu bókhaldi sé skilað árlega.

Endurskoðun

Loftslagsstefnan skal endurskoðuð árlega og undirmarkmið uppfærð með tilliti til þróunar í losun gróðurhúsalofttegunda á milli ára.

 

Samþykkt á fundi starfshóps 6. desember 2021.