Vélstjórn B
Nám til vélstjórnar veitir, að uppfylltum skilyrðum um menntun, starfsþjálfun, siglingatíma, aldur og heilbrigði, atvinnuréttindi til starfa um borð í skipum. Námskrá þessi gerir einnig ráð fyrir því að nemendur öðlist viðeigandi menntun og þjálfun þannig að þeir geti sinnt vélstjórnarstörfum í landi, t.d. á sviði orku- og veitufyrirtækja og í iðnaði. Til þess að fá útgefið atvinnuskírteini skal viðkomandi jafnframt hafa lokið viðurkenndri verkstæðisþjálfun í landi eða um borð í skipi og tíminn skráður í þjálfunarbók, eða sveinsprófi í vélvirkjun.
Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.
Nám til B réttinda vélstjórnar er 225 einingar og skilar nemendum hæfni á 3. þrepi. Námstími er 3 ár í skóla. Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá.
Nánari brautarlýsing
Skipulag eftir önnum
Uppfært 7.10.2024