„Fellum grímuna“

Á morgun þriðjudaginn 17.nóvember verður stuttmyndin „Fellum grímuna“ sýnd í VA eins og væntanlega í flestum öðrum framhaldsskólum og víðar. Nemendur fæddir 1999 og 2000 horfa á myndina í lífsstílsáfanga kl. 9:50 – 10:50. Nemendur fæddir 1998 og eldri horfa á myndina kl. 10:55 í stofu 1.

 

Ekta Ísland ehf. kynnir stuttmyndina og samfélagsverkefnið „Fellum grímuna“. Myndin er 30 mínútna löng og á erindi við alla og ekki síst börn og unglinga.

 

Við mælum með því  að 17. nóvember takið þið tíma í  að sýna nemendum  þessa stuttmynd.

 

Verkefnið er einstakt sinnar tegundar og hefur aldrei verið gert á Íslandi. Myndinni er ætlað að varpa ljósi á það að öll erum við mannleg og enginn er fullkominn. Þjóðþekktir einstaklingar sem náð hafa langt eru þar engin undantekning og hafa frá ýmsu að segja séu þeir spurðir út í vandamál sín.

 

Myndin var tekin upp fyrir nokkru síðan en það er skemmtilegt að hún sé að fara í sýningu nú þegar umræða um kvíða, þunglyndi og mannlega bresti er í hámarki í þjóðfélaginu.

 

Í myndinni er fjallað um alvarleg mál á einlægan og skemmtilegan hátt og á máli sem allir skilja. „Fellum grímuna“ samanstendur af viðtölum og gamansketsum þar sem gert er góðlátlegt grín að íslensku samfélagi en gefur myndinni skemmtilegt yfirbragð þrátt fyrir alvarlegan undirtón og mikilvægan boðskap.

 

Leikstjóri er Baldvin Z ásamt framleiðendunum Jóhönnu Jakobsdóttur og Sigurbjörgu Bergsdóttur. 

 

Sjá nánari upplýsingar á Facebook-síðu Ekta Íslands: https://www.facebook.com/Ekta-Ísland-725707370856583/?fref=ts