Félagslíf nemenda
Félagslíf skólans byggir á fjórum megin stoðum sem eru:
- Nemendaráð (NIVA)
- Klúbbar
- Listaakademía (LIA)
- Íþróttaakademía (ÍÞA)
Nemendaráð (NIVA) er skipað fulltrúum úr klúbbunum og þremur almennt kosnum fulltrúum. Auk þess situr fulltrúi heimavistar í nemendaráði. Skólameistari hefur umsjón með félagslífinu og hittir nemendaráð a.m.k. tvisvar í mánuði á fundi. NIVA hefur
- yfirumsjón með félagslífinu,
- sér um að viðburðir rekist ekki á,
- hvetur til starfsemi,
- kemur fram gagnvart skólayfirvöldum fyrir hönd nemenda
- sér um kosningu í þær nefndir og ráð sem nemendur VA eru kallaðir til s.s. skólaráð VA og ungmennaráð Fjarðabyggðar
- Sér um að skipuleggja stóra viðburði s.s. menningarferð og árshátíð
Klúbbar. Allir nemendur skólans velja sér klúbb(a) í upphafi anna til að starfa í. Einn klukkutími á þriðjudagsmorgnum er ætlaður sérstaklega í töflu til klúbbastarfsins. Annað starf í klúbbnum fari fram utan stundaskrár. Einn kennari er tiltækur til aðstoðar hverjum klúbbi ef nemendur óska þess. Hver klúbbur hafi a.m.k. einn viðburð á önn, þar sem öðrum nemendum skólans er boðið að njóta afraksturs starfseminnar. Fyrir starf sitt í klúbbi geta nemendur fengið eina námseiningu á önn. Umsjónarkennarar hópsins meta hvort nemendur eiga eininguna skilda. Klúbbar sem starfa reglulega eru.
- Íþróttaklúbbur
- Ljósmynda- og stuttmyndaklúbbur
- Gettu betur klúbbur
- Tónlistarklúbbur
- Skemmtiklúbbur
- Leikfélagsklúbbur
- Bílaklúbbur
- Hár og förðun
- Útivistarklúbbur
Listaakademía. Listaakademían (LIA), er skipulögð sem þriggja eininga áfangi og tekur mikinn þátt í félagslífinu. Nemendur í henni setja upp leikrit í febrúar - mars. Slíkum viðburði fylgir mikið félagsstarf sem margir sogast inn í. Allar verknámsdeildir taka t.d. meiri eða minni þátt í byggingu leiksviðs og skipulagi lýsingar. LIA starfar náið með leikfélagsklúbbi og hefur það samstarf sett sitt mark á viðburði í skólanum s.s. VAmpírudaga, dag íslenskrar tungu, jólastund og þemadaga.
Íþróttaakademía. Íþróttaakademían (ÍÞA) er þriggja eininga áfangi og virk í félagslífi skólans. Hún stendur fyrir viðburðum, oft í samstafi við aðra aðila í skólanum sbr. íþróttaklúbb, Listaakademíu, verkefnið „heilsueflandi framhaldsskóli“ eða sérhæfðar brautir og/eða áfanga. Viðburðirnir fara fram ýmist á skólatíma eða utan hans t.d sérstakir íþróttadagar þar sem allir nemendur skólans taka þátt annað hvort sem keppendur eða hvetjendur. Vettvangur þessara daga eru íþróttamannvirki á svæðinu á s.s. íþróttahúsið, fótboltavöllur, sundlaug eða skólahúsnæðið sjáflt. Auk þess tekur ÍÞA þátt í föstum viðburðum s.s. haustgöngu.