Mynd: Dagur gegn einelti 2013
Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Í ár verður dagurinn haldinn hátíðlegur mánudaginn 9. nóvember. Nemendur og starfsmenn Verkmenntaskóla Austurlands ætla að sýna samstöðu gegn einelti á táknrænan hátt og hittast á fótboltavellinum þann sama dag klukkan 9:30 og mynda hjarta. Þá hvetjum við alla til þess að klæðast gulum lit, en gulur er gjarnan tengdur við gleði, hamingju og orku.
Í Verkmenntaskóla Austurlands er hvorki einelti né annað ofbeldi liðið og eru allir hvattir til að skipta sér af, koma til hjálpar og láta vita verði þeir vitni að slíku. Hér má lesa hvernig tekið er á einelti komi það upp í skólanum.
Verkmenntaskólinn hvetur alla til að skrifa undir þjóðarsáttmála gegn einelti. Frekari upplýsingar má sjá á www.gegneinelti.is