Fræðsluferð til Eskifjarðar

Föstudaginn 6. nóvember skelltu nemendur og starfsfólk starfsbrautarinnar sér í fræðslu- og skemmtiferð til Eskifjarðar. Þar tók Berglind Ingvarsdóttir á móti hópnum og fræddi okkur um um Randúlfssjóhús, líf og störf fólks á Eskifirði á árum áður. Hún bauð hópnum líka í heimsókn á Mjóeyri þar sem hún sagði þeim frá Eiríki Þorlákssyni og síðustu aftökunni á Austurlandi áður en hún bauð nemendum í pottinn góða sem þar er. Í pottinum fengu nemendur múffur og mjólk í boði kennara brautarinnar. Að lokum fór hópurinn í heimsókn á Steinasafn Sörens og Sigurborgar þar sem Sigurborg tók vel á móti hópnum og sýndi okkur stórkostlega steinasafnið þeirra. Velheppnaður og skemmtilegur dagur í alla staði.