Námskeiðið er fyrir forráðamenn nýnema (fæddir 1999) og verður 26. ágúst frá kl. 18-21 á heimavist skólans. Þar verður farið í alla þá þætti sem mikilvægt er fyrir aðstandendur nemenda að þekkja og kunna. Þátttakendum verður boðið upp á kvöldmat .
Dagskrá:
Kl. 18:00 Gestafyrirlesarar
Kl. 18:30 Kvöldmatur og kynning á félagslífi skólans, forvarnarmálum, foreldrafélagi, listaakademínu o.fl..
Kl:19:00 Kynningar starfsmanna. Áfangastjóri kennir á Innu, fer yfir mætingareglur, stundatöflur og fleiri hagnýtar upplýsingar. Námsráðgjafi útskýrir sitt hlutverk og hvaða þjónusta stendur nemendum og aðstandendum þeirra til boða. Umsjónarkennari nýnema segir frá umsjónarkerfi skólans.
Kl. 20:30 Umræður
Mikilvægt er að frá hverjum nýnema komi að minnsta kosti einn forráðarmaður. Vinsamlegast látið vita ef þið komist ekki.