Námsvefur - framhaldsskóli.is

Verkmenntaskóli Austurlands er áskrifandi að vefnum www.framhaldsskoli.is, en vefurinn er námsvefur fyrir nemendur á framhaldsskólastigi. Á vefnum er boðið upp á stuðning við valdar kennslubækur og áfanga í framhaldsskólum. Þarna eru til dæmis stærðfræðiskýringar, gagnvirkar spurningar, málfræði, grunnreglur í stafsetningu, hljóðbækur ofl. Nemendur VA komast ókeypis inn á vefinn þegar þeir eru í skólanum, en ef þeir vilja skoða vefinn heima eða nota hann þar þá þurfa þeir sjálfir að kaupa aðgang að vefnum. Það er von VA að vefurinn nýtist bæði nemendum og kennurum skólans.