Skíðadagur VA, 20. mars

Á morgun miðvikudaginn 20. mars er stefnt að því að hafa skíða- og útivistardag VA í Oddsskarði. Þeir nemendur sem ekki fara á skíði, snjóbretti eða gönguskíði eru hvattir til að taka með sér Stiga sleðann, þoturassinn eða fara í gönguferð um svæðið og njóta dagsins.  Búið er að semja við Fjarðabyggð um að nemendur borgi barnagjald, kr. 800 í lyfturnar.

Manntal verður tekið á skíðasvæðinu við komuna þangað. 

 

Dagskrá dagsins verður með þessum hætti

  • Kennt verður til kl. 12:00
  • Rútur fara frá skólanum kl. 13:00 upp á skíðasvæði
  • Rútur fara frá skíðasvæðinu kl. 16:40 til Eskifjarðar/Reyðafjarðar og Norðfjarðar