Mánudaginn 8. janúar 2018 verður kennt eftir stuttri stundatöflu. Nemendur eru beðnir um að kynna sér stuttu stundatöfluna vel með tilliti til þeirra áfanga sem þeir eru skráðir í.
Kennt verður frá kl. 8:30 og rútan fer frá skólanum kl. 11:30.
Ýmsar gagnlegar upplýsingar við upphaf annar:
- Matur í mötuneytinu byrjar þriðjudaginn 9. janúar og nemendur þurfa að staðfesta skráninguna frá haustönninni hjá skólaritara. Nemendur geta skráð sig í 2 eða fleiri máltíðir mánuð fram í tímann og kostar máltíðin 750.- fyrir þá sem eru ekki á heimavist.
- Nemendur þurfa að staðfesta skráningu fyrir rútukort hjá skólaritara.
- Skápaleiga, hægt er að leigja skápa fyrir 1000.- kr. sem eru endurgreiddar í lok annar þegar nemandi skilar lyklinum aftur.
- Veikindaskráningar – foreldrar/forráðamenn þurfa að tilkynna veikindir fyrir kl. 11:00. Hægt er að hringja í 4771620 eða skrá veikindi í Innu. Nemendur eldri en 18 ára geta sjálfir tilkynnt veikindi.
Smellið á stuttu stundatöfluna til að sjá hana stærri