Í VA hefur verið tekið upp nýtt fyrirkomulag. Hingað til hefur þriggja einingar bóklegur áfangi (5 f-einingar í nýja kerfinu) verið kenndur 4 x 60 mínútur á viku. Núna er fyrirkomulagið þannig að þrír tímar eru kenndir á venjulegan hátt en einn tími fer í vinnustofutíma. Þar vinna nemendur sjálfstætt og kennarar eru á staðnum til að leiðbeina þeim. Ef nemandi á í erfiðleikum með eitt fag frekar en annað þá getur hann valið það að vinna í því fagi í öllum vinnustofutímunum. Mikilvægt er að nemendur temji sér góð vinnubrögð og nýti vinnustofutímana á sem bestan hátt. Vinnustofutímar eru skyldutímar fyrir þá sem skráðir eru í þá í stundatöflu (VSTOFA1 – VSTOFA6).
Hægt er að sjá yfirlit yfir áfanga sem fara í vinnustofutíma á heimasíðu VA. Þar er líka hægt að sjá hvar hver kennari er hverju sinni - http://www.va.is/is/skolatorg