Grunnnám málm- og véltæknigreina

Grunnnám málm- og véltæknigreina

Grunnnám málm- og véltæknigreina er ætlað að veita nemendum góða og almenna þekkingu m.a. á málmsíði og véltækni. Einnig er lögð áhersla á að þjálfa nemendur til starfa á sem flestum sviðum málm- og véltæknigreina. Auk kjarnagreina taka nemendur faggreinar s.s. rafsuðu, vélstjórn og logsuðu. Brautin er undirbúningur fyrir sérnám m.a. í stálsmíði, bifvélavirkjun og vélstjórn. Að lokinni grunndeild velur nemandinn sér faggrein eftir áhugasviði.

Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.

Grunnnám málm- og véltæknigreina er eins árs 69 eininga nám og skilar nemendum hæfni á 2. þrepi. Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá.

Námsgrein              
     
F-EIN
Íslenska ÍSLE 2BR05   5
Enska ENSK 2LM05   5
Stærðfræði STÆR 2AF05  2HV05 10
Hreyfing HREY 1AI01(A)  1AI01(B) 2
Náms- og starfsfræðsla NÁSS 1NN03   3
Smíðar SMÍÐ 1NH05  2NH05 10
Vélstjórn VÉLS 1GV05  2KB05  10
Grunnteikning GRTE 1FF05  1FÚ05 10
Logsuða LOGS 1PS03   3
Hlífðargassuða HLGS 2MT03   3
Rafmagnsfræði RAMV 1HL05   5
Jafnréttis- og kynjafræði JAFN 1JK03   3

 

 

 Alls f-einingar 

 

69

 

Skipulag eftir önnum

1. önn 2. önn
ÍSLE2BR05 GRTE1FÚ05
HREY1AI01(A) HLGS2MT03
NÁSS1NN03  SMÍÐ2NH05
STÆR2AF05  VÉLS2KB05
RAMV1HL05 HREY1AI01(B)
GRTE1FF05 ENSK2LM05
LOGS1PS03 JAFN1JK03
SMÍÐ1NH05 STÆR2HV05 
VÉLS1GV05  
   
37 32

 

Uppfært 7.10.2024