Grunnnám rafiðna (GNR)
Grunndeild rafiðna er ætlað að veita nemendum góða og almenna þekkingu á rafmagnsfræði og rafeindatækni. Einnig er lögð áhersla á að þjálfa nemendur til starfa á sem flestum sviðum rafiðna. Auk kjarnagreina taka nemendur faggreinar s.s. raflagnir, rafmagnsfræði og rafeindatækni. Brautin er undirbúningur fyrir sérnám í rafiðngreinum, eins og rafvirkjun og rafeindavirkjun.
Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.
Nám á grunndeild rafiðna er 119 einingar og skilar nemendum hæfni á 2. þrepi. Námstími er 2 ár og ætli nemandi að ljúka námi á þeim tíma þarf hann að ljúka um 60 einingum að jafnaði á ári. Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá.
Skipulag eftir önnum
* Nemendur þurfa að staðsetja val í kjarnagreinum sjálfir
Uppfært 7.10.2024