Viðbragðsáætlun, viðbragðsleiðbeiningar og atvikaskráning

Í VA er unnið að öryggismálum með víðtækum hætti en markmið okkar er að vera slysalaus vinnustaður fyrir nemendur og starfsfólk. Liður í því er að skrá öll atvik sem eiga sér stað og draga af þeim lærdóm. Einnig hefur skólinn sett sér verklagsreglur sem tengjast viðbrögðum og fyrirbyggjandi fræðslu. 

Neyðarstjórn

Neyðarstjórn VA er ætlað að styðja og styrkja aðgerðir skólans með samræmingu, upplýsingum og boðleiðum. Neyðarstjórn starfar samkvæmt viðbragðsáætlun og ber ábyrgð á virkni áætlunarinnar, uppfærslum og lagfæringum á henni.

Atvikaskráning

Atvik (svo sem slys, óhöpp, næstum því slys, hættulegt verklag o.fl.) er mikivægt að skrá til að skólinn geti brugðist við, hvort sem er við atvikinu sjálfu eða til að vinna með fyrirbyggjandi hætti. Hér fyrir neðan er hlekkur á rafræna atviksskráningu.

Skráninguna skal framkvæma (starfsmaður / nemandi) eftir að atvikið hefur átt sér stað og berst hún til gæðastjóra (birgir@va.is) og skólameistara (eydis@va.is). Skrán­ingin er fram­kvæmd eftir að atvik hefur átt sér stað og eru viðbrögð í samræmi við verklagsreglur skólans.

 

Viðbragðsáætlun og viðbragðsleiðbeiningar

Hér má sjá viðbragðsáætlun VA og smám saman munu hér einnig bætast inn viðbragðsleiðbeiningar við ýmiss konar vá.