AVV 304 Aflvélavinna

Undanfari: AVV 202                  Samhliða áfangi: VFR 222                    Æskileg námsönn: 5.

Áfangalýsing                                                                                                                  

Nemendur eiga að þekkja uppbyggingu, vinnuferli og virkni aflvéla, geta metið ástand vélhluta og greint bilanir ásamt því að aflmæla og stilla dísilvél.

Áfangamarkmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandi að þekkja:

  •         alla helstu hluti aflvéla (ottóvéla, dísilvéla og túrbína) og aflrása í skipum, þungavinnuvélum og orkuverum
  •         uppbyggingu hraðgengra og hæggengra dísilvéla
  •         hlutverk allra helstu hluta í aflvélum og aflrásum skipa og þungavinnuvéla
  •         allan hjálparbúnað og lagnakerfi fyrir aflvélar í skipum og þungavinnuvélum
  •         helstu aðferðir við tíma- og lokastillingu á dísilvélum
  •         helstu aðferðir til að herða og losa bolta við samsetningu og sundurtekningu á vélum og vélahlutum
  •         helstu aðferðir til að mæla slit í hinum ýmsu hlutum aflvéla
  •         helstu gerðir af dælum sem notaðar eru í kerfum aflvéla, bæði á vélunum sem og í þeim hjálparkerfum sem tengjast þeim
  •         helstu aðferðir við að greina bilanir í aflvélum 

Að loknu námi í áfanganum á nemandi að geta:

  •         svarað almennum spurningum um uppbyggingu ottóvéla, dísilvéla og túrbína
  •         svarað almennum spurningum um hlutverk helstu hluta í aflvélum og aflrásum skipa og þungavinnuvéla
  •         stillt eldsneytis- og lokatíma á dísilvélum (kveiki- og lokatíma á ottóvélum).
  •         mælt slit á öllum helstu hlutum aflvéla svo sem;  bullum, bulluhringjum, strokkum, legum og völum
  •         lýst helstu dælum sem notaðar eru í kerfum aflvéla og metið einstaka hluti þeirra með tilliti til slits og skemmda
  •         valið smurolíur og smurtíma