FABL2GR05(VA)

FABL2GR05(VA)     Hönnun, teikniforrit, leiserskeri, vínilskeri og þrívíddarprentari

Farið er almennt yfir búnað í Fab Lab smiðju og þá möguleika sem felast í notkun hans. Áhersla er lögð á að nemendur átti sig á hugmyndafræði Fab Lab og tileinki sér hana í vinnu í smiðjunni. Nemendur kynnast ýmsu forritum, s.s. Inkscape, 123D Make, Tinkercad, Project Shapeshifter, Autodesk Memento, Gimp o.fl. Samhliða því að læra á tvívíð og þrívíð teikniforrit læra nemendur grunnatriði í notkun leiserskera, vínilskera og þrívíddarprentara. Nemendur gera sína eigin frumgerð að vöru til framleiðslu og er mikil áhersla er á nýsköpun auk þess sem áhersla er lögð á virðingu fyrir hönnun annarra. Áhersla er lögð á vinnuferlið í verkefnum og gerð verklýsinga.