Raflagnir
RAL 402
Undanfari: RAL 303.
Áfangalýsing
Í þessum áfanga er fjallað um tengingar raflagna og boðskiptalagna við endabúnað.
Nemendur læra um loftnetsbúnað og tengingar við hann og þjálfast í að hannað og setja upp einfalt loftnetskerfi. Fjallað er um tengingar
skynjara við öryggis og aðvörunarkerfi. Ennfremur áhrif truflana í lagnakerfum og áhrif þeirra á rafbúnað. Þá er
lögð áhersla á mælingar og bilanaleit í raflögnum, einangrunarmælingar.
Áfangamarkmið:
Nemandi
· þekki helstu gerðir skynjara og virkni þeirra
· þekki hættu á skemmdum á smá spennurásum við einangrunarmælingu
· geti hannað og tengt einfalt loftnetskerfi
· geti tengt boðskiptalagnir við Patchpanil
· geti tengt allan almennan endabúnað.
· þekki áhrif truflana á tækjabúnað
· geti tengt skynjara við öryggis og aðvörunarkerfi
· hafi kynnt sér efnisval fyrir boðskiptalagnir
Efnisatriði:
Eiginleikar mismunandi kapla og búnaðar. Endabúnaður, CAT5, Sammiðjustrengir, Patchpanill, Snúningur
á línum, Tölvulagnir, Símalagnir, Loftnetslagnir, Hreyfiskynjarar, Hitaskynjarar.
Námsmat:
Verkefnaskil og próf
Lágmarkseinkunn í áfanganum er 5,0