STÆR2HV05

STÆR2HV05     Hornaföll, vigrar og keilusnið

Undanfari: STÆR2AF05 eða sambærilegur áfangi

Meginefni áfangans er hornaföll, vigrar og keilusnið. Sérstök áhersla er lögð á sannanir og skýra og rétta stærðfræðilega framsetningu. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: Hornaföll: Hornaföll í rétthyrndum þríhyrningi, hornafallareglur, almenn skilgreining hornafalla, umritanir með hornaföllum, hornafallajöfnur og ójöfnur, gröf hornafalla, bogamál. Vigrar: Vigrar í sléttum fleti, samlagning, lengd, samsíða og hornréttir vigrar, hnit, innfeldi, horn milli vigra, miðpunktur striks. Keilusnið: Hringir, sporbaugar, fleygbogar og breiðbogar.