Miðannarmatsdagar í VA

Dagana 13. – 17. október verður námsmatsvika í Verkmenntaskóla Austurlands. Mánudaginn 20. október verður miðannarmat nemenda tilbúið í Innu.

Námsmatsvikan verður með breyttu sniði í ár. Mánudaginn 13. október verður vinnustofudagur en þá eiga nemendur að mæta í vinnustofur. Hægt verður að velja á milli þess að fara í bóklegar eða verklegar vinnustofur. Í vinnustofum vinna nemendur að sínum verkefnum, sem geta verið ýmiskonar og fengið aðstoð hjá kennurum. Þetta getur t.d. verið ritgerðarsmíð, verkefnavinna, prófundirbúningur eða vinna á verkstæði. Einnig verða einhverjir kennarar með leiðsagnarviðtöl þennan dag. Aðra daga í vikunni verður kennt samkvæmt stundaskrá. Skyldumæting er á vinnustofudaginn og mætingar skráðar í vinnustofum.

13.okt

14.okt

15.okt

16.okt

17.okt

 

Vinnustofudagur

Kennsla skv. stundaskrá

Kennsla skv. stundaskrá

Kennsla skv. stundaskrá

Kennsla skv. stundaskrá

 
 
 
 
 

 

Nánara yfirlit yfir vinnustofudag, tímasetningar og staðsetningar koma þegar nær dregur.