Uppeldisbrautir

Þjónustubraut - leikskólaliði

Námsbraut fyrir leikskólaliða býr nemendur undir störf á leikskólum þar sem þeir starfa við hlið annars faglærðs starfsfólks að umönnun, uppeldi og menntun leikskólabarna. Meðalnámstími er þrjár annir í skóla að meðtalinni níu vikna starfsþjálfun í leikskóla. 

Þjónustubraut - stuðningsfulltrúi

Námsbraut fyrir stuðningsfulltrúa í grunnskólum býr nemendur undir störf í grunnskólum þar sem þeir starfa við hlið annars faglærðs starfsfólks að umönnun, uppeldi og menntun barna á aldrinum sex til sextán ára. Meðalnámstími er þrjár annir í skóla að meðtalinni níu vikna starfsþjálfun í grunnskóla. 

Skólaliðabraut (SK) 36 ein.

 Skólaliðabraut býr nemendur undir störf í grunnskólum, einkum við gangagæslu, umsjón með börnum í útivist og á matmálstímum, þrif, almenn eftirlitsstörf og umsjón með skólahúsnæði. Meðalnámstími er tvær annir í skóla að meðtalinni þriggja vikna starfsþjálfun í grunnskóla.