ÁGS102 Áætlanir og gæðastjórnun

Undanfarar: STÆ102


Útreikningar með tölvu, verkáætlanir og notkun eyðublaða við gæðastjórnun. Grunnatriði töflureiknis og verkáætlanaforrits til að hafa yfirsýn yfir kostnaðarþætti verkefna, verkefnastýringu, gerð tímaáætlana, endurskoðun áætlana m.m. Notkun helstu eyðublaða og stjórnunar- og verkferlar, gæðatryggingar við verklegar framkvæmdir. Gagnainnsláttur í töflureiknum, breytingar á skjölum, forsnið, röðun gagna, útlitshönnun og ýmsar grunnaðgerðir. Áætlanagerð eins og sundurliðun verkefna, Gantt-rit, CPM-aðferðina, örva- og kassarit.