BLS 101 Blástur 1

BLS 101 Blástur 1

Áfangalýsing

Farið er í allar grunnaðferðir við hárblástur á æfingarhöfði dömu og herra.

Áfangamarkmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandi að

þekkja

  • • notkun hárblásara og mismunandi gerðir af burstum
  • • mótunarefni

geta

  • • blásið þrjár bylgjur upp frá enni og greitt aftur í hliðum
  • • blásið herrahár í form
  • • blásið dömuhár í mismunandi form
  • • notað viðeigandi bursta, greiður og mótunarefni

hafa gott vald á

  • • samspili blásara, bursta og greiðu

Námsmat : Frammistaða á önn 30%

Lokapróf 70%