ENS 503 Enska

ENS 503 Ritun, ólík afbrigði ensku
Undanfari: ENS 403

Áfangalýsing
Áfram skal byggja á því sem gert hefur verið í fyrri áföngum. Sérstök áhersla er lögð á ritun. Auk þess verður unnið með ensku sem alþjóðamál og algengustu afbrigði málsins eftir búsetu, menntun og stétt. Lestextar, hlustunar- og myndbandsefni ættu að endurspegla með sem bestum hætti menningu og mannlíf ólíkra málsvæða og sýna fjölbreytileika hinnar ensku tungu. Hér má t.d. hugsa sér smásögur, blaðagreinar, ljóð, tónlist, kvikmyndir o.fl. frá ýmsum enskumælandi löndum. Mikilvægt er að tryggja virkni nemandans í kennslustundum.

Áfangamarkmið

Nemandi

- hafi á valdi sínu helstu málfræði- og stafsetningarreglur og geti skrifað svo til hnökralausan texta

- hafi kynnst ferlisritun og nýti sér aðferðir hennar við eigin vinnu

- geti beitt ritmáli í mismunandi tilgangi og með mismunandi stílbrigðum

- geti unnið sjálfstæða heimildaritgerð, þ.e. leitað heimilda, sett upp heimildaskrá, notað tilvitnanir og gert grein fyrir þeim og unnið úr upplýsingum

- þekki mismunandi framburð enskunnar eftir heimshlutum

- geri sér grein fyrir á hvern hátt búseta, menntun og stétt hefur áhrif á málnotkun