FABL3RF05(VA)

FABL3RF05(VA)     Þrívíddarhönnun, stafræn framleiðslutækni, rafeindatækni og forritun

Undanfari: FABL2GR05

Byggt er ofan á fyrri þekkingu nemenda á hinum ýmsu teikniforritum auk þess sem notkun laserskera er þjálfuð frekar. Nemendur læra þrívíddarhönnun í forritinu SketchUp auk þess sem þeir læra að færa hönnunina úr þrívíðu formi yfir í tvívítt til að vinna verkið í stafrænum fræsara eða leiserskera. Kennd eru nokkur grunnatriði forritunar og rafeindatækni í gegnum forritanlega tölvueiningu sem getur unnið með margvíslega nema og skynjara og stjórnað búnaði (Arduino). Áhersla er lögð á að vinna með sköpunarkraft nemenda og hafa þeir mikið að segja um val verkefna. Mikil áhersla er lögð á vinnuferli í verkefnum og gerð verklýsinga.