FÉLV1ÞF05

FÉLV1ÞF05     Þróun félagsvísnda

Í þessum byrjunaráfanga fá nemendur innsýn í mismunandi greinar félagsvísindanna með sérstaka áherslu á félagsfræði, sálfræði og uppeldisfræði. Farið er í upphaf og sögu félagsvísinda, mismunandi stefnur og sjónarmið og nokkra helstu frumkvöðla innan félagsvísindanna. Fjallað er um grunneiningar samfélagsins og áhrif þess á einstaklinginn og líf hans. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á umhverfi sínu og geti myndað sér skoðanir á málefnum sem efst á baugi eru hverju sinni. Nemendur fræðast um þá þætti sem hafa áhrif á líf barna og fullorðinna í nútímaþjóðfélagi. Einnig er þeim gefin innsýn í þá hugmyndafræði sem nútíma félagsvísindi byggja á, mismunandi viðfangsefni þeirra og mikilvægi í daglegu lífi. Sem dæmi um einstaka efnisþætti má nefna: félagskerfið, hagkerfið og stjórnkerfið, erfðir og umhverfi, frjáls vilji, löghyggja, félagsmótun, þróun menntunar, kynhlutverk og jafnfrétti, menning og trúarbrögð, fjölskyldan, vinna og atvinnulíf.