HEA 102 Hegðun og atferlismótun

HEA 102 Hegðun og atferlismótun

Undanfari:

FÖT 103, SAS 103, SÁL 203, SIÐ 102

Áfangalýsing

Í áfanganum kynnast nemendur grunnatriðum hagnýtrar atferlisgreiningar og beitingu hennar við lausn hegðunar- og námsörðugleika í skólastarfi. Komið er inn á siðferðislegar spurningar tengdar hagnýtri atferlisgreiningu og atferlisþjálfun. 

Áfangamarkmið

Nemandi

  1.  þekki megineinkenni hagnýtrar atferlisgreiningar og atferlisþjálfun 
  2.  læri tækni til að styrkja æskilega hegðun með aðferðum atferlisfræðinnar 
  3.  læri að velja og athafnabinda hegðun sem tekist er á við hverju sinni 
  4.  geti valið viðeigandi eiginleika hegðunarinnar sem hægt er að mæla 
  5.  geti valið mælingaraðferð og búið til skráningarblað 
  6.  hafi innsýn í mælingu á hegðun á grunnlínu 
  7.  geti ákveðið íhlutun sem byggir á atferlislögmálum 
  8.  öðlist færni í að mæla áhrif íhlutunar
  9.  geti sýnt niðurstöður á línuriti til að meta áhrif íhlutunar 
  10.  geri sér grein fyrir mikilvægi samvinnu heimilis og skóla við atferlisþjálfun
  11.  öðlis þekkingu á kostum og göllum atferlisþjálfunar við mismunandi aðstæður

     

Efnisatriði

Markmið námskeiðsins er að búa stuðningsfulltrúa undir að fást við nemendur með sérþarfir vegna hegðunar- og námsörðugleika. Ætlast er til að nemendur læri tækni til að styrkja æskilega hegðun með aðferðum atferlisfræðinnar.

Námsmat

  1.  Fyrirlestrar
  2.  Umræður
  3.  Atferlisgreiningarverkefni 
  4.  Verkleg þjálfun á vinnustað