HGR 203 Hárgreiðsla

HGR 203 Hárgreiðsla 2

Undanfari: HGR 103

Áfangalýsing

Í áfanganum er kennt að setja rúllur í hár og greiða mismunandi greiðslur á síðu og stuttu hári

samkvæmt Pivot Point kerfi miðað við fyrirfram ákveðið form og kennd notkun verklýsinga.

Nemandi lærir að greiða bylgjur í allt hárið, bæði beint aftur og með hliðarskiptingu.

Áfangamarkmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandinn að

þekkja

  • upprúll miðað við fyrirhugaða útkomu, bæði á síðu og stuttu hári
  • mismunandi form á bylgjugreiðslum
  • notkun bylgjugreiðu og klípa.

geta

  • sett í og greitt hár á æfingarhöfði og módeli samkvæmt fyrirfram ákveðnu formi og eftir

eigin verklýsingu

  • greitt blautbylgjur og sett klípur í módel
  • sett klípur í heilt höfuð með eða án skiptinga
  • greitt úr svo út komi bylgjur
  • greitt bylgjur á módeli samkvæmt eigin hugmynd

hafa gott vald á

  • skiptingum og ísetningu samkvæmt Pivot Point kerfiError! Hyperlink reference not valid.
  • bylgju ísetningum og vatnsliðun

Námsmat : Frammistaða á önn 30%

Lokapróf 70%