HGR 503 Hárgreiðsla 5
Undanfari: HGR 402
Áfangalýsing.
Nemandi öðlast faglegt sjálfstæði í mótun á blautbylgjum og mismunandi upprúlli með klípum
ásamt úrgreiðslu. Ennfremur öðlast hann frekari færni í daggreiðslu, brúðargreiðslu, svo og
uppsetningu á síðu hári. Leitast er við að glæða listrænan skilning á handverkinu sem nýtist
nemandanum við hinar ýmsu aðstæður. Nemandinn þjálfast í að leysa úr ólíkum verkefnum sem
lögð eru fyrir hann.
Að loknu námi í áfanganum á nemandinn að
þekkja
- mismunandi upprúll og úrgreiðslur miðað við fyrirhugaða útkomu
- mismunandi stíl og stílbrigði á hárgreiðslum
- áhöld og efni sem notuð eru við hárgreiðslur
- mismunandi úfærslu á tískugreiðslum í stuttu og síðu hári.
geta
- útfært greiðslur í mismunandi hárlengdir
- leiðbeint viðskiptavini um val á greiðslu.
- greitt í mismunandi greiðslur
hafa gott vald á
- mismunandi aðferðum við ísetningu og úrgreiðslu hárs.
Námsmat : Frammistaða á önn 30%
Lokapróf 70%