INK 102 Inniklæðningar

INK102 Inniklæðningar

Undanfarar: TRÉ109, VTS103


Létt byggingavirki innanhúss með áherslu á útfærslur og klæðningu veggja, lofta og gólfa. Uppsetning einstakra grindar- og klæðningakerfa, efnisnotkun, festingar, einangrun, áhöld, tæki og vinnuaðferðir. Um smíði léttra innveggja úr blikkstoðum, klæðningu þeirra með gifsplötum, uppsetningu niðurhengdra kerfislofta og lagningu mismunandi parkets m.m. Sérstök áhersla á útfærslur og frágang á léttum byggingavirkjum í votrými. Áfanginn er bæði ætlaður húsa- og húsgagnasmiðum og kennslan er að mestu bókleg þar sem m.a. er farið í heimsóknir í fyrirtæki.